Hringdi í Hótel Flatey í leit að leigubíl Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 19:54 Hingað er ekki vænlegt að hringja eftir bíl í miðbæ Reykjavíkur. Hótel Flatey Starfsmanni Hótels Flateyjar brá heldur í brún á dögunum þegar hringt var í hann og beðið um „bíl á Dillon“ Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira