Friðlýsing sem verndar lundavarp rétt utan borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 23:37 Eyjan rétt utan Reykjavíkur er varpstöð 10 þúsund lundapara. mynd/vilhelm Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira