Innlent

For­eldrar kenni börnum sjálfs­vörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karl­­mannsins“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ey­þór segir öll við­brögð stúlkunnar hafa verið hár­rétt; fyrst að neita að koma með manninum og síðan að öskra og sparka frá sér þegar hann reyndi að taka hana.
Ey­þór segir öll við­brögð stúlkunnar hafa verið hár­rétt; fyrst að neita að koma með manninum og síðan að öskra og sparka frá sér þegar hann reyndi að taka hana. lota/vísir/vilhelm

Ey­þór Víðis­son, öryggis- og lög­gæslu­fræðingur hjá Lotu ráð­gjöf, hvetur for­eldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt við­brögð við því ef ein­hver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðli­legt að börnum sé kennd ein­hver sjálfs­vörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karl­mannsins“.

Ey­þór ræddi þessi mál í Reykja­vík síð­degis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leik­velli í Grafar­vogi í gær­kvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra há­stöfum og gaf honum hné­spark í punginn.

Ey­þór segir þetta hafa verið hár­rétt við­brögð stúlkunnar í þessum að­stæðum og að for­eldrar hennar hafi greini­lega kennt henni vel.

Öskra og ráðast á klof eða augu

Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni ein­hverja sjálfs­vörn. „Það er alveg frá­bært í rauninni því að auð­vitað má alveg kenna börnum undir­stöðu­at­riði í því hvernig á að verja sig,“ segir Ey­þór. Það þurfi þó auð­vitað að brýna fyrir þeim að nota of­beldi að­eins til að verja sig.

Hann segir það einnig rétt við­brögð stúlkunnar að gefa manninum hné­spark í punginn og telur eðli­legt að for­eldrar kynni „þessa veiku punkta karl­mannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi.

„Það er það sem maður gerir þegar ein­hver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í við­kvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Ey­þór.

Hann vill að for­eldrar nýti tæki­færið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast að­eins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, ein­mitt út á róló eða eitt­hvað að þá þarf að ræða við þau við­brögð við ó­kunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að for­eldrar megi alltaf tala meira um þetta.“

Öryggismyndavélar á leikvelli

Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftir­lits­mynda­vélum yrði komið fyrir á leik­völlum í borginni í kvöld­fréttum Stöðvar 2.

„Eins og á bensín­stöðinni Olís, þar eru örugg­lega átta mynda­vélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og net­mynda­vél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ó­fundinn.

Ey­þór segist sam­mála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggis­mynda­vélar í allri borginni.

„Ég myndi vilja sjá öryggis­mynda­vélar á svona leik­svæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.