Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 22:25 Eyþór segir öll viðbrögð stúlkunnar hafa verið hárrétt; fyrst að neita að koma með manninum og síðan að öskra og sparka frá sér þegar hann reyndi að taka hana. lota/vísir/vilhelm Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“ Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“
Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17
Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15