Ímyndaði mér alltaf að ég myndi fá að standa í svona viðtali eftir landsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 20:21 Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik er Ísland og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í dag. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður Íslands í 2-2 jafnteflinu við Pólland fyrr í dag, hefur beðið í dágóða tíma eftir því að fá tækifæri með A-landsliði Íslands og greip tækifærið með góðri frammistöðu í dag. „Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV. Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Sjá meira
„Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV.
Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Sjá meira