Ímyndaði mér alltaf að ég myndi fá að standa í svona viðtali eftir landsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 20:21 Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik er Ísland og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í dag. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður Íslands í 2-2 jafnteflinu við Pólland fyrr í dag, hefur beðið í dágóða tíma eftir því að fá tækifæri með A-landsliði Íslands og greip tækifærið með góðri frammistöðu í dag. „Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV. Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV.
Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira