Ímyndaði mér alltaf að ég myndi fá að standa í svona viðtali eftir landsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 20:21 Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik er Ísland og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í dag. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður Íslands í 2-2 jafnteflinu við Pólland fyrr í dag, hefur beðið í dágóða tíma eftir því að fá tækifæri með A-landsliði Íslands og greip tækifærið með góðri frammistöðu í dag. „Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV. Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
„Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV.
Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira