Innlent

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Áslaug Arna og Víðir Reynisson lýstu því yfir að þau tryðu þolendum ofbeldis.
Áslaug Arna og Víðir Reynisson lýstu því yfir að þau tryðu þolendum ofbeldis. vísir/vilhelm

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Um­boðs­maður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar.

Starf­semi og máls­með­ferð stjórn­valds er alla jafna ekki tekin til al­mennrar at­hugunar á grund­velli kvörtunar heldur verður um­boðs­maður Al­þingis sjálfur að á­kveða að fara í frum­kvæðis­at­hugun á þeim. 

Hann mun því ekki taka af­stöðu til eða fjalla um þátt­töku ráð­herrans og yfir­lög­reglu­þjónsins í mynd­bandinu vegna kvörtunarinnar.

Kvörtuninni haldið til haga

Í svari við kvörtuninni sem um­boðs­maður birti á heima­síðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum á­bendingum sem berast em­bættinu, og það metið hvort til­efni sé til að taka at­riði hennar til frum­kvæðis­at­hugunar.

„Verði mál­efnið tekið til at­hugunar er al­mennt ekki upp­lýst um það sér­stak­lega heldur er til­kynnt um at­hugunina á vef­síðu um­boðs­manns,“ segir í svarinu.

Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum.

Myndbandið fjarlægt

Mynd­bandið sem um ræðir var fram­leitt af hlað­varpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðar­dóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra ein­stak­linga fram og lýsti yfir stuðningi við þol­endur of­beldis með orðunum „ég trúi“.

Meðal þeirra sem þar komu fram voru Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra og Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna, en í kjöl­farið vöknuðu spurningar um hvort eðli­legt væri að æðsti yfir­maður dóm­stóla og yfir­maður innan lög­reglunnar tækju þátt í slíku mynd­bandi.

Í sam­tali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Ás­laug að hún teldi það ekki mis­tök að hafa tekið þátt í mynd­bandinu. „Ég tók bara af­stöðu með því að styðja þær vin­konur mínar og þol­endur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún.

Mynd­bandið var fjar­lægt af YouTu­be skömmu eftir birtingu eftir að tveir ein­staklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigur­björns­son, bróðir Ás­laugar, og Pálmar Ragnars­son.


Tengdar fréttir

Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum

Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum.

Tveir úr mynd­bandinu viður­kenna að hafa farið yfir mörk

Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.