Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2021 23:47 Pálmar og Magnús stíga fram og segjast hafa farið eða líklega farið yfir mörk kvenna. Karlmenn megi ekki útiloka að hafa einhvern tímann farið yfir mörk. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. Karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. Þá sé ekki hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að breyta til framtíðar. Edda Falak, annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins Eigin kvenna sem stóð að birtingu myndbandsins, tjáði Vísi í kvöld að sögur sem tengdust fólki í myndbandinu hefðu farið af stað í kjölfar birtinganna. Fyrir vikið hefði myndbandið tímabundið verið tekið úr birtingu. Myndbandið muni birtast aftur „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni. En það breytir auðvitað ekki boðskapnum,“ segir Edda. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins.“ Gangi sögur um fólk í myndbandinu þurfi það fólk að axla ábyrgð. Edda nefndi sjálf engin nöfn í samtali við Vísi. Tveir úr myndbandinu hafa í dag stigið fram og tjáð sig um málið. Fyrrnefndir Magnús og Pálmar. Biðjast afsökunar „Það er ljóst að ég ásamt öðrum þurfum að horfast í augu við það að hafa farið yfir mörk. Mér þykir það leitt og vil ég biðjast afsökunar,“ segir Magnús, sem starfar sem stafrænn ráðgjafi, í færslu á Instagram. Honum finnist mikilvægt að sem flestir taki þátt í #metoo umræðunni vegna þess að kynferðisofbeldi hafi áhrif þvert á samfélagið. Hann trúi því að umræðan hafi fengið alla til að hugsa, hún hafi ekki orðið til án tilefnis og karlmenn, hann og aðrir, geti gert betur. Magnús deilir færslu Pálmars á Instagram sem segist eiga fjölmargar vinkonur sem hafi verið beittar ofbeldi og líklega marga vini sem hafi beitt ofbeldi. Stórt skref aftur á bak að fara í vörn „Ég sjálfur hef mjög líklega farið yfir mörk kvenfólks í mínu lífi. Á því vil ég taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Ég er ekki fullkominn þó ég kjósi að taka þátt í umræðunni. Það er mjög mikilvægt að það komi fram.“ Hann segir að karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. „Ef við útilokum það og förum í vörn erum við að taka stórt skref aftur á bak í umræðunni,“ segir Pálmar sem starfar sem fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Hann hafi brugðist góðri vinkonu þegar hann var yngri með því að taka ekki afstöðu. Í kjölfar umræðunnar í samfélaginu hafi hann reynt að bæta fyrir það. View this post on Instagram A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg) „Við getum ekki breytt fortíðinni. En við getum breytt því hvernig við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinum okkar í framtíðinni. Það er ástæðan fyrir því að ég tek þátt í dag.“ Fjölbreyttur hópur í myndbandinu Auk Pálmars og Magnúsar vakti athygli að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og systir Magnúsar, auk Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns stigu fram í myndbandinu þolendum til stuðnings. Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnendum Eigin kvenna, komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson og Kamilla Ívarsdóttir. MeToo Kynferðisofbeldi Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. Þá sé ekki hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að breyta til framtíðar. Edda Falak, annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins Eigin kvenna sem stóð að birtingu myndbandsins, tjáði Vísi í kvöld að sögur sem tengdust fólki í myndbandinu hefðu farið af stað í kjölfar birtinganna. Fyrir vikið hefði myndbandið tímabundið verið tekið úr birtingu. Myndbandið muni birtast aftur „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni. En það breytir auðvitað ekki boðskapnum,“ segir Edda. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins.“ Gangi sögur um fólk í myndbandinu þurfi það fólk að axla ábyrgð. Edda nefndi sjálf engin nöfn í samtali við Vísi. Tveir úr myndbandinu hafa í dag stigið fram og tjáð sig um málið. Fyrrnefndir Magnús og Pálmar. Biðjast afsökunar „Það er ljóst að ég ásamt öðrum þurfum að horfast í augu við það að hafa farið yfir mörk. Mér þykir það leitt og vil ég biðjast afsökunar,“ segir Magnús, sem starfar sem stafrænn ráðgjafi, í færslu á Instagram. Honum finnist mikilvægt að sem flestir taki þátt í #metoo umræðunni vegna þess að kynferðisofbeldi hafi áhrif þvert á samfélagið. Hann trúi því að umræðan hafi fengið alla til að hugsa, hún hafi ekki orðið til án tilefnis og karlmenn, hann og aðrir, geti gert betur. Magnús deilir færslu Pálmars á Instagram sem segist eiga fjölmargar vinkonur sem hafi verið beittar ofbeldi og líklega marga vini sem hafi beitt ofbeldi. Stórt skref aftur á bak að fara í vörn „Ég sjálfur hef mjög líklega farið yfir mörk kvenfólks í mínu lífi. Á því vil ég taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Ég er ekki fullkominn þó ég kjósi að taka þátt í umræðunni. Það er mjög mikilvægt að það komi fram.“ Hann segir að karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. „Ef við útilokum það og förum í vörn erum við að taka stórt skref aftur á bak í umræðunni,“ segir Pálmar sem starfar sem fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Hann hafi brugðist góðri vinkonu þegar hann var yngri með því að taka ekki afstöðu. Í kjölfar umræðunnar í samfélaginu hafi hann reynt að bæta fyrir það. View this post on Instagram A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg) „Við getum ekki breytt fortíðinni. En við getum breytt því hvernig við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinum okkar í framtíðinni. Það er ástæðan fyrir því að ég tek þátt í dag.“ Fjölbreyttur hópur í myndbandinu Auk Pálmars og Magnúsar vakti athygli að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og systir Magnúsar, auk Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns stigu fram í myndbandinu þolendum til stuðnings. Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnendum Eigin kvenna, komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson og Kamilla Ívarsdóttir.
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54