Segir áhyggjurnar af stjórnarsamstarfinu hafa raungerst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 21:50 Andrés Ingi hóf kjörtímabilið sem þingmaður Vinstri grænna en gekk síðar til liðs við Pírata. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021. „Fyrir næstum fjórum árum stóð ég fyrir framan þáverandi félaga mína í flokksráði VG og lýsti því hvers vegna ég gæti ekki stutt þessa ríkisstjórn. Það var hvorki einfalt né auðvelt. Í salnum fyrir framan mig sátu vinir mínir, fólk sem varði með mér löngum og oft lýjandi dögum í kosningabaráttu. Við höfðum gengið saman í hús, bakað vöfflur og dreift kosningabæklingum í Kringlunni,“ sagði Andrés Ingi. Hann lýsti því hvar hann stóð fyrir framan félaga sína og greindi frá því að honum litist ekki á hvert forysta Vinstri grænna vildi stefna. Sumum hafi þótt stjórnarmyndun með Framsókn og Sjálfstæðisflokki djörf ákvörðun og jafnvel spennandi. „Því var ég ósammála. Það væri einfaldlega of langt á milli flokkanna til að ná þeim raunverulegu breytingum sem við kölluðum eftir. Enda kom það á daginn. Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu, eins og sést til dæmis einna skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið langmest innan stjórnarliðsins.“ Málamiðlanir á kostnað grunngilda Þá segir Andrés Ingi að hann hafi einnig óttast að Vinstri græn yrðu of samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Lesa hafa mátt milli lína stjórnarsáttmálans að flokksforystan hefði fjarlægjst rætur sínar sem málsvarar vinnandi fólks. „Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Ríkisstjórnin hófst handa við að mylja niður eftirlitsstofnanir, veita skattaívilnanir til fjármagnseigenda og í dag, í dag var byrjað að einkavæða banka í óþökk þjóðarinnar. Þessi hörðu ítök atvinnurekendaarms Sjálfstæðisflokksins hafa verið alltumlykjandi í efnahagslegum viðbrögðum við Covid. Þetta er nýi takturinn sem flokkurinn fann með nýjum samherjum en við, sem viljum róttækar og réttlátar breytingar á samfélaginu, þurftum að leta á annan samastað.“ Hann segir þá að málamiðlanir séu eðlilegur hluti stjórnmálanna en málamiðlanir megi aldrei vera á kostnað þeirra grunngilda sem stjórnmálafólk standi fyrir. Þegar málamiðlanir fari að verða markmið í sjálfu sér, því fólki þyki spennandi að brúa á milli sem ólíkastra póla, sé það ekki til að bæta stjórnmálamenningu, heldur miklu frekar til að gera vatnið gruggugra. „Í gruggugu vatninu finna stjórnarliðar sig sífellt í þeirri stöðu að segjast ætla að gera betur, en gera það ekki í alvöru. Stæra sig til dæmis af því að hafa aldrei boðið jafn mörgum kvótaflóttamönnum til landsins en á síðasta ári, 100 talsins, þegar raunverulegur fjöldi sem kom á árinu, þegar upp var staðið, var núll.“ Þá sagði Andrés Ingi stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vera hálfgerða „ekki-stefnu,“ þó ríkisstjórnin stærði sig af henni. Hún væri afrakstur endalausra málamiðlana flokka sem í grundvallaratriðum væru ósammála. Flokkar geri það sem þeir segist ætla að gera „„Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það, þá fer allt til helvítis,” söng Ragnar Kjartansson fyrir einar kosningarnar. Það sem við höfum lært á þessu kjörtímabili er að þetta var bara ekki tæmandi upptalning hjá Ragnari. Fram undan eru gríðarmikilvægar kosningar þar sem við þurfum að kjósa flokka sem gera það sama eftir kosningar og þeir segjast ætla að gera fyrir kosningar.“ Andrés Ingi sagði hefðbundnar pólitískar málamiðlanir ekki ná utan um stærstu áskoranir samtímans, og sagði kjörtímabilið sem er að líða hafa sýnt fram á það. Hefðbundnar málamiðlanir væru úreltar í loftslagsmálum, því þær myndu krefjast pólitísku samkomulagi við náttúrulögmálin. „Og náttúran hlustar bara ekkert á slíkar málamiðlanir. Við þurfum ný vinnubrögð, við þurfum nýja nálgun á stjórnmálin.“ „Þess vegna gekk ég til liðs við Pírata fyrr á árinu. Því til þess að næsta ríkisstjórn knýi fram raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á samfélaginu þarf Pírata þar innanborðs. Ekki vegna þess að okkur þyrsti í völd valdanna vegna, heldur vegna þess að frá fyrsta degi hafa Píratar staðið fyrir annars konar stjórnmál. Stjórnmál sem byggja á heiðarleika og róttækni. Stjórnmál sem standa fyrir eitthvað og vita þess vegna að það er ekki hægt að fara í stjórn með hverjum sem er,“ sagði Andrés Ingi að lokum. Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Fyrir næstum fjórum árum stóð ég fyrir framan þáverandi félaga mína í flokksráði VG og lýsti því hvers vegna ég gæti ekki stutt þessa ríkisstjórn. Það var hvorki einfalt né auðvelt. Í salnum fyrir framan mig sátu vinir mínir, fólk sem varði með mér löngum og oft lýjandi dögum í kosningabaráttu. Við höfðum gengið saman í hús, bakað vöfflur og dreift kosningabæklingum í Kringlunni,“ sagði Andrés Ingi. Hann lýsti því hvar hann stóð fyrir framan félaga sína og greindi frá því að honum litist ekki á hvert forysta Vinstri grænna vildi stefna. Sumum hafi þótt stjórnarmyndun með Framsókn og Sjálfstæðisflokki djörf ákvörðun og jafnvel spennandi. „Því var ég ósammála. Það væri einfaldlega of langt á milli flokkanna til að ná þeim raunverulegu breytingum sem við kölluðum eftir. Enda kom það á daginn. Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu, eins og sést til dæmis einna skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið langmest innan stjórnarliðsins.“ Málamiðlanir á kostnað grunngilda Þá segir Andrés Ingi að hann hafi einnig óttast að Vinstri græn yrðu of samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Lesa hafa mátt milli lína stjórnarsáttmálans að flokksforystan hefði fjarlægjst rætur sínar sem málsvarar vinnandi fólks. „Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Ríkisstjórnin hófst handa við að mylja niður eftirlitsstofnanir, veita skattaívilnanir til fjármagnseigenda og í dag, í dag var byrjað að einkavæða banka í óþökk þjóðarinnar. Þessi hörðu ítök atvinnurekendaarms Sjálfstæðisflokksins hafa verið alltumlykjandi í efnahagslegum viðbrögðum við Covid. Þetta er nýi takturinn sem flokkurinn fann með nýjum samherjum en við, sem viljum róttækar og réttlátar breytingar á samfélaginu, þurftum að leta á annan samastað.“ Hann segir þá að málamiðlanir séu eðlilegur hluti stjórnmálanna en málamiðlanir megi aldrei vera á kostnað þeirra grunngilda sem stjórnmálafólk standi fyrir. Þegar málamiðlanir fari að verða markmið í sjálfu sér, því fólki þyki spennandi að brúa á milli sem ólíkastra póla, sé það ekki til að bæta stjórnmálamenningu, heldur miklu frekar til að gera vatnið gruggugra. „Í gruggugu vatninu finna stjórnarliðar sig sífellt í þeirri stöðu að segjast ætla að gera betur, en gera það ekki í alvöru. Stæra sig til dæmis af því að hafa aldrei boðið jafn mörgum kvótaflóttamönnum til landsins en á síðasta ári, 100 talsins, þegar raunverulegur fjöldi sem kom á árinu, þegar upp var staðið, var núll.“ Þá sagði Andrés Ingi stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vera hálfgerða „ekki-stefnu,“ þó ríkisstjórnin stærði sig af henni. Hún væri afrakstur endalausra málamiðlana flokka sem í grundvallaratriðum væru ósammála. Flokkar geri það sem þeir segist ætla að gera „„Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það, þá fer allt til helvítis,” söng Ragnar Kjartansson fyrir einar kosningarnar. Það sem við höfum lært á þessu kjörtímabili er að þetta var bara ekki tæmandi upptalning hjá Ragnari. Fram undan eru gríðarmikilvægar kosningar þar sem við þurfum að kjósa flokka sem gera það sama eftir kosningar og þeir segjast ætla að gera fyrir kosningar.“ Andrés Ingi sagði hefðbundnar pólitískar málamiðlanir ekki ná utan um stærstu áskoranir samtímans, og sagði kjörtímabilið sem er að líða hafa sýnt fram á það. Hefðbundnar málamiðlanir væru úreltar í loftslagsmálum, því þær myndu krefjast pólitísku samkomulagi við náttúrulögmálin. „Og náttúran hlustar bara ekkert á slíkar málamiðlanir. Við þurfum ný vinnubrögð, við þurfum nýja nálgun á stjórnmálin.“ „Þess vegna gekk ég til liðs við Pírata fyrr á árinu. Því til þess að næsta ríkisstjórn knýi fram raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á samfélaginu þarf Pírata þar innanborðs. Ekki vegna þess að okkur þyrsti í völd valdanna vegna, heldur vegna þess að frá fyrsta degi hafa Píratar staðið fyrir annars konar stjórnmál. Stjórnmál sem byggja á heiðarleika og róttækni. Stjórnmál sem standa fyrir eitthvað og vita þess vegna að það er ekki hægt að fara í stjórn með hverjum sem er,“ sagði Andrés Ingi að lokum.
Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira