Innlent

Vél Har­ris snúið við vegna tækni­­­legs vanda­­máls

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Varaforsetinn fer með annarri vél í sína fyrstu opinberu heimsókn út fyrir landsteinana.
Varaforsetinn fer með annarri vél í sína fyrstu opinberu heimsókn út fyrir landsteinana. getty/Kent Nishimura

Flug­vél vara­for­seta Banda­ríkjanna, Kamölu Har­ris, var snúið við skömmu eftir flug­tak í dag vegna tækni­legra vanda­mála. Har­ris var á leið í sína fyrstu opin­beru em­bættis­ferð út fyrir land­steinana en vélin átti að fljúga til Gvate­mala.

„Þetta var tækni­legt vanda­mál og engin raun­veru­leg hætta var á ferðum,“ sagði að­stoðar­maður Har­ris í sam­tali við CNN í dag. Hann vildi þó ekki segja meira um málið við fjöl­miðla.

CNN greinir þó frá því að ó­venju­legt hljóð hafi komið úr lendingar­búnaði vélarinnar þegar hún var að taka á loft. Þó hafi lendingin verið alveg eðli­leg eftir að henni var snúið við.

„Eru allir góðir?“ spurði Har­ris frétta­menn á flug­vellinum eftir lendinguna. „Það er allt í góðu með mig, það er allt í góðu með mig. Við báðum stutta bæn en það er allt í lagi með okkur.“

Har­ris mun fara með annarri vél til Gvate­mala í dag. Hún verður í Gvate­mala og Mexíkó næstu vikuna í opin­berri heim­sókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.