Henderson sneri aftur og brenndi af vítaspyrnu í sigri Englands | Öruggt hjá Dönum og Hollendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:45 Tyrone Mings faðmar Marcus Rashford eftir að sá síðarnefndi kom Englandi yfir. EPA-EFE/Paul Ellis Liðin sem taka þátt á EM í knattspyrnu í sumar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir mótið. England, Danmörk og Holland unnu öll vináttulandsleiki sína í dag. England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
England vann Rúmeníu 1-0 þökk sé marki Marcus Rashford, fyrirliða liðsins í dag, úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins. Leikurinn var töluvert skemmtilegri en lokatölur gefa til kynna. Bæði lið fengu urmul færa. Jordan Henderson sneri aftur eftir langan tíma frá vegna meiðsla og spilaði síðari hálfleikinn í liði Englands. Hann brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu og er því enn að leita að sínu fyrsta landsliðsmarki. A week before England start the Euros, Jordan Henderson makes his first appearance since Feb. 20 pic.twitter.com/LT20DylILU— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Englendingar settu boltann alls þrisvar í slánna og Sam Johnstone, markvörður þeirra, átti stórbrotna markvörslu skömmu eftir að Rashford kom heimamönnum yfir. Lokatölur 1-0 en enn vantar leikmenn Chelsea og Manchester City í enska liðið. Danmörk vann 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Martin Braithwaite, framherji Barcelona, kom Dönum yfir á 18. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Andreas Cornelius, framherji Atalanta, gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna á 73. mínútu. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Að lokum vann Holland þægilegan 3-0 sigur á Georgíu. Memphis Depay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Wout Weghorst bætti við öðru marki Hollendinga þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Ryan Gravenberch skoraði þriðja markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira