Innlent

Hættu lífi sínu fyrir sjálfsmynd við Dettifoss

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Gulklæddu verurnar tvær sjást hér á ystu brún.
Gulklæddu verurnar tvær sjást hér á ystu brún. Skjáskot

Tvær gulklæddar verur hættu lífi sínu við brún Dettifoss í þeim tilgangi að taka sjálfsmyndir. Myndband af atvikinu vekur óhug.

Arnar Þór Hafþórsson átti leið um Dettifoss í gær þegar honum bar fyrir sjónir tvær manneskjur við ystu brún fossins. Honum sýndist að um karlmann og konu væri að ræða.

„Þau voru að taka myndir og fóru þarna mjög tæpt út á klettabrúnina,“ segir Arnar Þór í viðtali við Vísi. Þá segir hann að þau hafi beygt sig niður og sett hendurnar ofan í fossinn.

Þá vekur einnig athygli að leiðin sem gulklæddu vinirnir keyrðu upp að fossinum er merkt ófær. En Arnar Þór segir að fólkið hafi staldrað við á hættusvæðinu í að minnsta kosti klukkustund.

Arnar Þór birti myndskeið af atvikinu inni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar og vekur myndskeiðið mikinn óhug.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.