Fótbolti

Hamrén hefur hafnað þremur félögum og einu landsliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamrén er, líklega, ekki hættur að þjálfa.
Erik Hamrén er, líklega, ekki hættur að þjálfa. Getty/Matthew Ashton

Erik Hamrén er ekki hættur að þjálfa. Þetta segir fyrrum íslenski landsliðsþjálfarinn í löngu viðtali við Expressen þar sem hann fer yfir stöðuna hjá sér.

Hamrén hætti með íslenska landsliðið í haust eftir að það varð ljóst að hann kæmi ekki liðinu á Evrópumótið sem fer fram í sumar.

Hann er þó ekki hættur að þjálfa og segir að hann hafi fengið mörg góð tilboð, sérstaklega peningalega.

„Ég er enn opin og áhugasamur fyrir nýju starfi innan fótboltans. Það er skrýtið að hafa verið þjálfari í 45 ár og aldrei dreymt um fótbolta þessi ár en nú dreymir mig fótbolta á næturnar,“ sagði Hamrén.

„Ég hef ekki lokað neinum dyrum og ég hef fengið tilboð eftir að ég hætti með Ísland en mér hefur ekki fundist það nægilega spennandi.“

„Öll tilboðin hafa verið mjög peningalega séð. Eitt var mjög gott peningalega en ekki fótboltalega og sérstaklega ekki félagslega,“ bætti Hamrén við.

Hann staðfesti að eitt af tilboðunum hafi verið frá Sádi Arabíu en Hamrén er 63 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×