Fótbolti

Hallbera og stöllur hennar höfðu betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hallbera í leik með íslenska landsliðinu.
Hallbera í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Fjölmargar íslenskar knattspyrnukonur leika í sænsku úrvalsdeildinni og voru í eldlínunni í dag.

Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í AIK unnu góðan 2-0 sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Hallbera lék allan leikinn hjá AIK sem hefur innbyrt níu stig úr fyrstu átta umferðum deildarinnar.

Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn fyrir Örebro en Cecilia Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro sem hefur stigi meira en AIK og situr í sjöunda sæti deildarinnar.

Andrea Mist Pálsdóttir og stöllur hennar í Vaxjö eru enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu en Andrea lék allan leikinn þegar liðið beið lægri hlut fyrir Vittsjö, 1-0, í dag. Vaxjö með tvö stig á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×