Erlent

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna ásamt efnahagsmálastjóra Evrópusambandsins, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu og forseta Alþjóðabankans í London í dag.
Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna ásamt efnahagsmálastjóra Evrópusambandsins, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu og forseta Alþjóðabankans í London í dag. AP/Henry Nicholls

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Tæknirisar eins og Amazon og Google gætu nú þurft að greiða skatt sem þeir hafa komið sér undan til þessa með því að flytja hagnað á milli landa. Fjármálaráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Kanada, Ítalíu og Japan skrifuðu undir samkomulagið á lokadegi G7-fundarins í London.

Samkomulagið er sagt setja þrýsting á önnur ríki að fara sömu leið. G20-ríkin svonefndu koma saman til fundar í næsta mánuði.

Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir að samningnum sé ætlað að jafna samkeppnisstöðu alþjóðlegra fyrirtækja. Með honum sé skattkerfi heimsins aðlagað að alþjóðavæddri stafrænni veröld.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýju reglurnar ættu við um alþjóðleg fyrirtæki með að minnsta kosti tíu prósent hagnaðarhlutfall. Tuttugu prósent af umframhagnaði yrðu skattlögð í þeim ríkjum sem fyrirtækin starfa í.

Þá komu ríkin sjö sér saman um að skattleggja hagnaðinn um að minnsta kosti 15% til að koma í veg fyrir að þau undirbjóði hvert annað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.