Tíu ár frá Grímsvatnagosinu – hátíðarhöld á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2021 12:17 Kirkjubæjarskóli þveginn eftir gosið í Grímsvötnum 2011. Aðsend Íbúar Skaftárhrepps minnast þess í dag með hátíðarhöldum á Kirkjubæjarklaustri að nú er tíu ár liðin frá því að eldgos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fygldi gosinu, sem hafði áhrif á lífið í sveitarfélaginu. Þann 21. maí síðastliðinn voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum en ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku og fylgdi því mikið öskufall, sem olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum. Mikil vinna fór í að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. Íbúar sveitarfélagsins kalla hátíð dagsins „Öskuminningar“ þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá frá 15:00 til 18:00 í dag á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri. Túlípanar og aska í Skaftárhreppi í maí 2011.Erla Þórey Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. „Þar verður tónverk flutt, sem er búið að semja sérstaklega en það er tónlistarskólastjórinn okkar hérna, Zbigniew Zuchowicz, sem hefur samið það. Svo eru tveir sem spila með honum, eða Teresa konan hans og Brian Haroldsson, sem er skólastjórinn í Vík og meðan þau leika verið verða sýndar ljósmyndir frá þessum dögum á stóru tjaldi. Þannig að þetta verður svona bíó eins og í gamla daga þar sem Chaplin var á skjánum,“ segir Lilja. Nokkur erindi verða líka haldin, m.a. um sálgæslu í hamförum, áhrif eldgosa á raforkukerfið og um Grímsvötn og gossögu þeirra. En hvernig líður íbúum í dag, tíu árum eftir gosið? „Ég held að flestir séu búnir með þennan pakka en við sjáum samt einstaka sinnum ösku þegar það er búið að vera þurrt í nokkra daga og það kemur norðan átt, þá kemur þetta yfir okkur aftur. Það eru samt einhverjir, sem eiga mjög slæmar minningar um gosið, leið illa og það er kannski ekki, sem við erum vön að tala mikið um, hvernig leið þér? Við erum að tala um eitthvað, sem við gætum fest hendi á eins og hvað var mikið myrkur, hvað var mikil aska og svona,“ bætir Lilja við. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléinu á Kirkjuhvoli en allur ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. En eru allir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins á Kirkjubæjarklaustri? „Já, fólk er velkomið ef að það vill renna hingað austur til okkar og njóta þessa að vera með okkur.“ Hraunkotslömbin í öskunni í maí 2011.Erla Þórey Dagskrá dagsins á Kirkjubæjarklaustri í dag: Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00 15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina. 15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi. 15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur. 15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson. 16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns. 16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi). 16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum. 17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum. 17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun. 17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir! Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Þann 21. maí síðastliðinn voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum en ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku og fylgdi því mikið öskufall, sem olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum. Mikil vinna fór í að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. Íbúar sveitarfélagsins kalla hátíð dagsins „Öskuminningar“ þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá frá 15:00 til 18:00 í dag á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri. Túlípanar og aska í Skaftárhreppi í maí 2011.Erla Þórey Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. „Þar verður tónverk flutt, sem er búið að semja sérstaklega en það er tónlistarskólastjórinn okkar hérna, Zbigniew Zuchowicz, sem hefur samið það. Svo eru tveir sem spila með honum, eða Teresa konan hans og Brian Haroldsson, sem er skólastjórinn í Vík og meðan þau leika verið verða sýndar ljósmyndir frá þessum dögum á stóru tjaldi. Þannig að þetta verður svona bíó eins og í gamla daga þar sem Chaplin var á skjánum,“ segir Lilja. Nokkur erindi verða líka haldin, m.a. um sálgæslu í hamförum, áhrif eldgosa á raforkukerfið og um Grímsvötn og gossögu þeirra. En hvernig líður íbúum í dag, tíu árum eftir gosið? „Ég held að flestir séu búnir með þennan pakka en við sjáum samt einstaka sinnum ösku þegar það er búið að vera þurrt í nokkra daga og það kemur norðan átt, þá kemur þetta yfir okkur aftur. Það eru samt einhverjir, sem eiga mjög slæmar minningar um gosið, leið illa og það er kannski ekki, sem við erum vön að tala mikið um, hvernig leið þér? Við erum að tala um eitthvað, sem við gætum fest hendi á eins og hvað var mikið myrkur, hvað var mikil aska og svona,“ bætir Lilja við. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléinu á Kirkjuhvoli en allur ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. En eru allir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins á Kirkjubæjarklaustri? „Já, fólk er velkomið ef að það vill renna hingað austur til okkar og njóta þessa að vera með okkur.“ Hraunkotslömbin í öskunni í maí 2011.Erla Þórey Dagskrá dagsins á Kirkjubæjarklaustri í dag: Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00 15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina. 15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi. 15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur. 15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson. 16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns. 16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi). 16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum. 17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum. 17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun. 17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir!
Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira