Martinez reiknar ekki með De Bruyne í fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 19:15 Kevin De Bruyne verður að öllum líkindum ekki með er Belgía og Rússland mætast á EM þann 12. júní. EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar ekki með því að miðjumaðurinn Kevin Dr Bruyne verði með í fyrsta leik Belga á EM. Kevin De Bruyne fór meiddur af velli er Manchester City tapaði 0-1 fyrir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. De Bruyne skall illa á Antonio Rüdiger, þýskum miðverði Chelsea, í leiknum og lauk því leik þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Eftir að meiðslin voru skoruð kom í ljós að miðjumaðurinn var nefbrotinn og með brákað bein við augntóft. Belgar eru jákvæðir á að hinn 29 ára gamli De Bruyne leiki með liðinu á EM í sumar en talið er ólíklegt að hann nái leiknum gegn Rússlandi þann 12. júní. „Það er ólíklegt að hann verði leikfær í fyrsta leik svo sá sem kemur inn í staðinn þarf að sýna að hann sé klár. Við höfum tekið ákvörðun að hann muni spila með grímu sem verður frá sama framleiðanda og gerði grímuna fyrir Jan Vertonghen (varnarmann Belgíu og Benfica). Við erum ánægðir með það,“ sagði Martinez á blaðamannafundi í dag, miðvikudag. „Ég myndi segja að við vitum ekki nákvæmlega hvar við stöndum varðandi Kevin fyrr en í næstu viku. Leyfið honum nú að slaka á,“ bætti Martinez við. Big blow for Belgium ahead of Euro 2020...— Sky Sports (@SkySports) June 3, 2021 Belgía - sem stendur í 1. sæti heimslista FIFA – er í B-riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Kevin De Bruyne fór meiddur af velli er Manchester City tapaði 0-1 fyrir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. De Bruyne skall illa á Antonio Rüdiger, þýskum miðverði Chelsea, í leiknum og lauk því leik þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Eftir að meiðslin voru skoruð kom í ljós að miðjumaðurinn var nefbrotinn og með brákað bein við augntóft. Belgar eru jákvæðir á að hinn 29 ára gamli De Bruyne leiki með liðinu á EM í sumar en talið er ólíklegt að hann nái leiknum gegn Rússlandi þann 12. júní. „Það er ólíklegt að hann verði leikfær í fyrsta leik svo sá sem kemur inn í staðinn þarf að sýna að hann sé klár. Við höfum tekið ákvörðun að hann muni spila með grímu sem verður frá sama framleiðanda og gerði grímuna fyrir Jan Vertonghen (varnarmann Belgíu og Benfica). Við erum ánægðir með það,“ sagði Martinez á blaðamannafundi í dag, miðvikudag. „Ég myndi segja að við vitum ekki nákvæmlega hvar við stöndum varðandi Kevin fyrr en í næstu viku. Leyfið honum nú að slaka á,“ bætti Martinez við. Big blow for Belgium ahead of Euro 2020...— Sky Sports (@SkySports) June 3, 2021 Belgía - sem stendur í 1. sæti heimslista FIFA – er í B-riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira