Innlent

Nýr goshver í Biskupstungum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Goshverinn á Reykjavöllum.
Goshverinn á Reykjavöllum. Hannes Sigurðsson

„Goshver opnaðist í bakgarðinum hér á Reykjavöllum í hádeginu. Án gríns, og gýs á 17 mínútna fresti.“

Þannig hljóðaði Facebook-færsla Hannesar Sigurðssonar bónda á Reykjavöllum í Biskupstungum síðdegis þann 1. júní. Hverinn er í gamalli borholu hvar hann var að moka skurð.

Fréttablaðið greindi fyrst frá heitavatnsfundinum í morgun þar sem Hannes segir að borholan hafi verið alveg köld undanfarin tuttugu ár. Hann hljóti að hafa hreyft við henni með mokstrinum.

Hverinn gýs á 15-20 mínútna fresti og mishátt. Hannes segir vatnið hafa náð allt að 25 metra hæð. Til skoðunar sé að færa sig yfir í ferðaþjónustuna enda hafa goshverir mikið aðdráttarafl þegar kemur að erlendum ferðamönnum. Nægir að nefna vinsældir Strokks í Haukadal í því samhengi.

Í því samhengi er Hannes farinn að velta fyrir sér hvað goshverinn, sem sjá má gjósa að neðan, eigi að heita. 

„Mikil Guðs blessun hér á ferð,“ segir Hannes fullur af þakklæti yfir nýju verðmætunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.