Innlent

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Yandy með íslenska og kúbverska fánann á Everest.
Yandy með íslenska og kúbverska fánann á Everest. aðsend

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Y­an­dy smitaðist af Co­vid á E­verest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunn­búðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo sím­tal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Hall­dóra Bjarka­dóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Y­an­dy væri á gjör­gæslu.

Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Y­an­dy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Co­vid og lungna­bólgu og blóð­tappa í öðrum fæti,“ segir Hall­dóra.

Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend

Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu

Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Co­vid-19 síðasta fimmtu­dag og var þá út­skrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svaka­lega verki í báða fót­leggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“

Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóð­tappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjör­gæslu og er þar enn að ná sér.

„Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Hall­dóra.

Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður út­skrifaður af gjör­gæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur.

Y­an­dy hefði orðið fyrsti Kúb­verjinn til að ná að klífa á tind E­verest-fjalls en hann er jafn­framt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Hall­dóra segir hann eðli­lega mjög svekktan með að far­aldurinn hafi eyði­lagt þessa drauma hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×