„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. „Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“ Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“
Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira