Fótbolti

Tveir nýliðar í landsliðshópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristín Dís Árnadóttir gæti leikið sinn fyrsta landsleik gegn Írlandi.
Kristín Dís Árnadóttir gæti leikið sinn fyrsta landsleik gegn Írlandi. vísir/hulda margrét

Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum.

Þetta eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður ÍBV, og Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks. Sú síðarnefnda hefur áður verið valin í íslenska hópinn en á enn eftir að spila sinn fyrsta landsleik.

Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl. 

Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er hins vegar ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir eru ekki með að þessu sinni vegna meiðsla.

Ísland og Írland mætast á Laugardalsvelli 11. og 15. júní. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×