Innlent

Allir starfs­menn H&M í Kringlunni í sótt­kví og versluninni lokað í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sóttkví.
Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sóttkví. Vísir/Sigurjón

Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi H&M verslunar í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og verður verslunin lokuð í dag.

Þetta kemur fram á vef Kringlunnar

„Af þeim sökum verður verslunin lokuð amk þriðjudaginn 1.júní meðan unnið er að sótthreinsun verslunarinnar.

Í Kringlunni er áfram starfað skv sóttvarnarreglum og enn aukin áhersla á þrif og sótthreinsun snertiflata í ljósi þessara tíðinda.

Dyrnar eru lokaðar að H&M í dag.Vísir/SigurjónÓ

Höldum áfram að fara varlega og viðhöldum persónulegum sóttvörnum,“ segir í tilkynningunni.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segist í samtali við fréttastofu ekki vita um nákvæman fjölda þeirra sem þurfa í sóttkví vegna smitsins, en segir starfsmennina vel á annan tug.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×