Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að auðvelt hafi verið að fá fólk í 25 stöður hjá fyrirtækinu. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar hefur hins vegar allt aðra reynslu. Vísir Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. Við sögðum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustuna og erfitt hafi verið að fylla í stöður þar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk á atvinnuleysisskrá sé jafnvel að hafna störfum. Sviðsstjóri hjá ASÍ sagði hins vegar í fréttum okkar á föstudag að það væri ólíklegt því fólk verði fyrir svo mikilli tekjuskerðingu að vera á atvinnuleysisbótum. Að meðaltali hafi hún verið um 37% í kórónuveirufaraldrinum. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar sagði í þættinum Bítinu í morgun á Bylgjunni að líklega væru einhverjir að misnota atvinnuleysisbótakerfið. Hann tók dæmi þar sem fyrirtækið þurfti að ráða fólk á Norðurlandi. Það hefði fengið lista yfir 10 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim hafi einn verið búinn að fá vinnu, þrír ekki uppfyllt skilyrði, einn verið erlendis og ekki haft áhuga á starfi, fjórir hafi ekki sýnt neinn áhuga og bílaleigunni hafi aðeins tekist að ráða einn einstakling af listanum. „Það eru greinilega alltof margir þarna úti sem eru að misnota þetta. Mér finnst algjörlega galið að fólk geti leitað að vinnu en sé ekki einu sinni á landinu,“ sagði Steingrímur í Bítinu í morgun. Steingrímur telur að mögulega séu atvinnuleysisbætur of háar. „Hvatinn til að vinna er ekki nægur. Við auglýstum t.d. á vef Vinnumálastofnunar eftir starfi á Reykjanesi sú auglýsing er búin að vera þar í 4 vikur. Það hafa tveir sótt um, annar fékk vinnu strax hinn talaði ekki íslensku eða ensku og ætlaði að hringja til baka en hefur ekki gert það,“ segir Steingrímur. Strætó hefur gengið vel að ráða Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir þetta ekki vera sína reynslu. Strætó hafi þurft að ráða 25 manns til starfa síðustu vikur vegna styttingu vinnuvikunnar og sumarstarfa og m.a.til Vinnumálastofnunar eftir fólki. Það hafi gengið afar vel. Strætó er vinsæll vinnustaður miðað við svör framkvæmdastjórans.Vísir/vilhelm „Bara mjög vel þetta er sami hópur og hefur starfað í ferðaþjónustunni. Og ég held að þó að það séu bjartari tímar framundan í ferðaþjónustu er óvissa og ég held að margir velji að ráða sig í starf sem er þá meira varanlegt,“ segir Jóhannes. Meðallaun 600 þúsund hjá nýjum atvinnubílstjórum Strætó Þá segir hann að mögulega séu launin ágæt hjá fyrirtækinu. Hann segir að grunnlaun atvinnubílstjóra séu um og yfir 400 þúsund krónur á mánuði, við það bætist vaktavinna þannig að meðallaunin geti farið í 600 þúsund. Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar sagði í Bítinu fyrirtækið bjóða um 355-370 þúsund krónur í grunnlaun. Ofan á bætist eftirvinna og yfirvinna þannig að algeng heildarlaun hjá Bílaleigu Akureyrar séu um 450-500 þúsund krónur. Fullar atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Strætó Bílaleigur Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01 „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Við sögðum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustuna og erfitt hafi verið að fylla í stöður þar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk á atvinnuleysisskrá sé jafnvel að hafna störfum. Sviðsstjóri hjá ASÍ sagði hins vegar í fréttum okkar á föstudag að það væri ólíklegt því fólk verði fyrir svo mikilli tekjuskerðingu að vera á atvinnuleysisbótum. Að meðaltali hafi hún verið um 37% í kórónuveirufaraldrinum. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar sagði í þættinum Bítinu í morgun á Bylgjunni að líklega væru einhverjir að misnota atvinnuleysisbótakerfið. Hann tók dæmi þar sem fyrirtækið þurfti að ráða fólk á Norðurlandi. Það hefði fengið lista yfir 10 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim hafi einn verið búinn að fá vinnu, þrír ekki uppfyllt skilyrði, einn verið erlendis og ekki haft áhuga á starfi, fjórir hafi ekki sýnt neinn áhuga og bílaleigunni hafi aðeins tekist að ráða einn einstakling af listanum. „Það eru greinilega alltof margir þarna úti sem eru að misnota þetta. Mér finnst algjörlega galið að fólk geti leitað að vinnu en sé ekki einu sinni á landinu,“ sagði Steingrímur í Bítinu í morgun. Steingrímur telur að mögulega séu atvinnuleysisbætur of háar. „Hvatinn til að vinna er ekki nægur. Við auglýstum t.d. á vef Vinnumálastofnunar eftir starfi á Reykjanesi sú auglýsing er búin að vera þar í 4 vikur. Það hafa tveir sótt um, annar fékk vinnu strax hinn talaði ekki íslensku eða ensku og ætlaði að hringja til baka en hefur ekki gert það,“ segir Steingrímur. Strætó hefur gengið vel að ráða Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir þetta ekki vera sína reynslu. Strætó hafi þurft að ráða 25 manns til starfa síðustu vikur vegna styttingu vinnuvikunnar og sumarstarfa og m.a.til Vinnumálastofnunar eftir fólki. Það hafi gengið afar vel. Strætó er vinsæll vinnustaður miðað við svör framkvæmdastjórans.Vísir/vilhelm „Bara mjög vel þetta er sami hópur og hefur starfað í ferðaþjónustunni. Og ég held að þó að það séu bjartari tímar framundan í ferðaþjónustu er óvissa og ég held að margir velji að ráða sig í starf sem er þá meira varanlegt,“ segir Jóhannes. Meðallaun 600 þúsund hjá nýjum atvinnubílstjórum Strætó Þá segir hann að mögulega séu launin ágæt hjá fyrirtækinu. Hann segir að grunnlaun atvinnubílstjóra séu um og yfir 400 þúsund krónur á mánuði, við það bætist vaktavinna þannig að meðallaunin geti farið í 600 þúsund. Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar sagði í Bítinu fyrirtækið bjóða um 355-370 þúsund krónur í grunnlaun. Ofan á bætist eftirvinna og yfirvinna þannig að algeng heildarlaun hjá Bílaleigu Akureyrar séu um 450-500 þúsund krónur. Fullar atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Strætó Bílaleigur Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01 „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01