Fótbolti

Íslenskir sigrar og ósigrar í norska fótboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodo/Glimpt sem tapaði sínum fyrsta leik í sumar.
Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodo/Glimpt sem tapaði sínum fyrsta leik í sumar.

Það voru Íslendingar í eldlínunni í fimm leikjum sem var að ljúka í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodo/Glimt sem tapaði sínum fyrsta leik og Viðar Örn Kjartansson þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmlega hálftíma leik þegar Vålerenga sigraði Sandefjord svo eitthvað sé nefnt.

Sander Svendsen skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu fyrir Odd þegar Alfons Sampsted og félagar hans í Bodo/Glimpt komu í heimsókn. Þetta var fyrsta tap Bodo/Glimpt á tímabilinu og sitja þeir nú í öðru sæti deildarinnar.

Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga unnu öruggan 3-1 sigur gegn Sandefjord, en Viðar Örn þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmlega hálftíma leik. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord, en var tekinn af velli á 66. mínútu.

Brynjólfur Darri Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund sem lyfti sér upp í þriðja sæti með 1-0 sigri gegn Lilleström.

Valdimar Ingimundarson var í byrjunarliði Stromsgodset sem tapaði 3-0 á útivelli gegn Brann. Ari Leifsson sat allan tíman á bekknum fyrir gestina, en þetta var fyrsti sigur Brann í deildinni.

Emil Pálsson byrjaði á miðjunni fyrir Sarpsborg 08 sem heimsótti Tromso. Sarpsborg hafði betur 2-0, en Adam Örn Arnarson sat allan tíman á bekknum fyrir Tromso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×