Sander Svendsen skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu fyrir Odd þegar Alfons Sampsted og félagar hans í Bodo/Glimpt komu í heimsókn. Þetta var fyrsta tap Bodo/Glimpt á tímabilinu og sitja þeir nú í öðru sæti deildarinnar.
Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga unnu öruggan 3-1 sigur gegn Sandefjord, en Viðar Örn þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmlega hálftíma leik. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord, en var tekinn af velli á 66. mínútu.
Brynjólfur Darri Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund sem lyfti sér upp í þriðja sæti með 1-0 sigri gegn Lilleström.
Valdimar Ingimundarson var í byrjunarliði Stromsgodset sem tapaði 3-0 á útivelli gegn Brann. Ari Leifsson sat allan tíman á bekknum fyrir gestina, en þetta var fyrsti sigur Brann í deildinni.
Emil Pálsson byrjaði á miðjunni fyrir Sarpsborg 08 sem heimsótti Tromso. Sarpsborg hafði betur 2-0, en Adam Örn Arnarson sat allan tíman á bekknum fyrir Tromso.