Fótbolti

PSG vill hægri bak­vörð Ítalíu­meistaranna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er París í þessa átt?
Er París í þessa átt? EPA-EFE/CARMELO IMBESI

Franska knattspyrnufélagið París Saint-Germain leitar að hægri bakverði þessa dagana og virðist sem þeirra helsta skotmark sé Achraf Hakimi, hægri bakvörður Ítalíumeistara Inter Milan.

Það er ljóst að bág fjárhagsstaða Inter þýðir að félagið gæti misst nokkra af sínum bestu leikmönnum í sumar. Fyrstur til að fara gæti verið hinn 22 ára gamli Hakimi sem gekk aðeins í raðir Inter á síðasta ári frá Real Madrid eftir að hafa verið á láni hjá Borussia Dortmund frá 2018 til 2020.

Þessu greinir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að PSG hafi ekki áhuga á að festa kaup á hægri bakverðinum Alessandro Florenzi en sá á er á láni hjá félaginu frá Roma.

Þess í stað vilja forráðamenn PSG festa kaup á hinum unga Hakimi. Talið er að Inter vilji rúmlega 60 milljónir evra fyrir hægri bakvörðinn sem hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 34 A-landsleiki fyrir þjóð sína, Marokkó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×