Fótbolti

For­seti Barcelona tjáir sig um samnings­mál Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi bregst við í leik Barcelona gegn Valencia fyrr á leiktíðinni.
Lionel Messi bregst við í leik Barcelona gegn Valencia fyrr á leiktíðinni. manuel quiemadelos/getty

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að ekki sé búið að ganga frá nýjum samningi við Lionel Messi en forsetinn segir að hlutirnir gangi hins vegar vel.

Hinn 33 ára gamli Messi rennur út af samningi í sumar og enn hefur ekkert verið greint frá því hvort að félagið og Messi hafi komist að samkomulagi.

Laporta steig svo fram og sagði að þeir hefðu ekki enn samið um nýjan samning en að hlutirnir þokist í rétta átt.

„Við munum bjóða honum framlengingu sem er innan okkar ramma og vonandi mun leikmaðurinn samþykkja það,“ sagði forsetinn.

„Hlutirnir ganga vel en þessu er ekki lokið. Sambandið okkar er mjög gott. Messi elskar Barcelona og við viljum að hann haldi hér áfram.“

„Hann á skilið meira og gæti fengið meira greitt annars staðar en ég held að hann beri virðingu fyrir verkefninu okkar,“ bætti Laporta við.

Einungis eitt ár er síðan að Messi sendi fax þess efnis að hann vildi burt frá félaginu.

Eftir mikið japl, jaml og fuður varð Messi svo áfram hjá félaginu og átti enn eitt frábæra tímabilið.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×