„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, kennari og varaformaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira