Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:20 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, vildi ekki gefa demókrötum vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun óháðrar nefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. AP/J. Scott Applewhite Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. Þverpólitískt frumvarp um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar í anda þeirrar sem rannsakaði hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á dögunum. Þá greiddu 35 þingmenn repúblikana atkvæða með því. Frumvarpið beið skipsbrot í öldungadeildinni í dag þrátt fyrir að 54 þingmenn hafi greitt atkvæði með því, þar á meðal sex repúblikanar, en 35 gegn því, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu atkvæði þurfti til þess að samþykkja frumvarpið í ljósi þess að repúblikanar ætluðu að beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hvatti þingflokk sinn til að gefa demókrötum ekki vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun nefndarinnar. Hann hélt því einnig fram að rannsóknarnefndin væri óþörf þar sem að bæði þingnefndir og dómsmálayfirvöld rannsaka atlöguna að þinghúsinu. Það var heldur ekki til að hvetja þingmenn repúblikana til þess að styðja rannsóknarnefndina að Trump hefur haldið áfram að hamast yfir kosningaúrslitunum með sömu lygum um að stórfelld svik hafi kostað hann sigurinn sem urðu kveikjan að árásinni í janúar. Stuðningsmenn Trump tókust á við lögreglumenn við bandaríska þinghúsið 6. janúar. Ætlun þeirra var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta.AP/John Minchillo Sakaðir um að sópa hryllingnum undir teppið fyrir Trump Þúsundir stuðningsmanna Trump þyrptust að þinghúsinu eftir fjöldafund með Trump daginn sem báðar deildir þingsins staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. Hundruð þeirra í það minnsta slógust við lögreglumenn og brutust inn í þinghúsið þannig að gera þurfti hlé á þingfundi. Þingmenn og starfslið þeirra þurfti að fela sig á læstum skrifstofum á meðan æstur múgur fór um húsið. Lögreglumenn skutu konu úr hópi uppreisnarfólksins þegar hún reyndi að brjótast inn um brotinn glugga á sal fulltrúadeildarinnar. Þrír aðrir uppreisnarmenn létu lífið og einn lögreglumaður lést í kjölfar árásarinnar. Tugir annarra lögreglumanna slösuðust, sumir alvarlega, og tveir þeirra sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Daginn sem árásin var gerð fordæmdu margir þingmenn repúblikana múginn og gagnrýndu Trump, þá forseta, fyrir að hafa æst fólkið til athæfisins. Tíu fulltrúadeildarþingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna þess og sjö öldungadeildarþingmenn hans greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Repúblikanar hafa síðan dregið verulega úr gagnrýni sinni á atburðina og Trump. Þeir hafa jafnframt reynt að refsa þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn Trump og úthýstu meðal annars Liz Cheney úr forystusveit fulltrúadeildarþingflokksins. Meirihluti þingflokks þeirra var ekki tilbúinn að styðja óháða rannsóknarnefnd um árásina þrátt fyrir að lögreglumenn og fjölskylda lögreglumannsins sem lést hefði hvatt þá til þess í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sakaði repúblikana um að reyna að „sópa hryllingi þessa dags undir teppið“ af hollustu við Trump sem hefur enn tangarhald á flokknum sem hann leiddi til algers ósigurs í forseta- og þingkosningunum í nóvember. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þverpólitískt frumvarp um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar í anda þeirrar sem rannsakaði hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á dögunum. Þá greiddu 35 þingmenn repúblikana atkvæða með því. Frumvarpið beið skipsbrot í öldungadeildinni í dag þrátt fyrir að 54 þingmenn hafi greitt atkvæði með því, þar á meðal sex repúblikanar, en 35 gegn því, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu atkvæði þurfti til þess að samþykkja frumvarpið í ljósi þess að repúblikanar ætluðu að beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hvatti þingflokk sinn til að gefa demókrötum ekki vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun nefndarinnar. Hann hélt því einnig fram að rannsóknarnefndin væri óþörf þar sem að bæði þingnefndir og dómsmálayfirvöld rannsaka atlöguna að þinghúsinu. Það var heldur ekki til að hvetja þingmenn repúblikana til þess að styðja rannsóknarnefndina að Trump hefur haldið áfram að hamast yfir kosningaúrslitunum með sömu lygum um að stórfelld svik hafi kostað hann sigurinn sem urðu kveikjan að árásinni í janúar. Stuðningsmenn Trump tókust á við lögreglumenn við bandaríska þinghúsið 6. janúar. Ætlun þeirra var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta.AP/John Minchillo Sakaðir um að sópa hryllingnum undir teppið fyrir Trump Þúsundir stuðningsmanna Trump þyrptust að þinghúsinu eftir fjöldafund með Trump daginn sem báðar deildir þingsins staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. Hundruð þeirra í það minnsta slógust við lögreglumenn og brutust inn í þinghúsið þannig að gera þurfti hlé á þingfundi. Þingmenn og starfslið þeirra þurfti að fela sig á læstum skrifstofum á meðan æstur múgur fór um húsið. Lögreglumenn skutu konu úr hópi uppreisnarfólksins þegar hún reyndi að brjótast inn um brotinn glugga á sal fulltrúadeildarinnar. Þrír aðrir uppreisnarmenn létu lífið og einn lögreglumaður lést í kjölfar árásarinnar. Tugir annarra lögreglumanna slösuðust, sumir alvarlega, og tveir þeirra sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Daginn sem árásin var gerð fordæmdu margir þingmenn repúblikana múginn og gagnrýndu Trump, þá forseta, fyrir að hafa æst fólkið til athæfisins. Tíu fulltrúadeildarþingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna þess og sjö öldungadeildarþingmenn hans greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Repúblikanar hafa síðan dregið verulega úr gagnrýni sinni á atburðina og Trump. Þeir hafa jafnframt reynt að refsa þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn Trump og úthýstu meðal annars Liz Cheney úr forystusveit fulltrúadeildarþingflokksins. Meirihluti þingflokks þeirra var ekki tilbúinn að styðja óháða rannsóknarnefnd um árásina þrátt fyrir að lögreglumenn og fjölskylda lögreglumannsins sem lést hefði hvatt þá til þess í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sakaði repúblikana um að reyna að „sópa hryllingi þessa dags undir teppið“ af hollustu við Trump sem hefur enn tangarhald á flokknum sem hann leiddi til algers ósigurs í forseta- og þingkosningunum í nóvember.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36