Innlent

Ill­vígar ná­granna­erjur orðnar að lög­­reglu­­máli

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þuríður Helga Bene­dikts­dóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Hreiðar Hermannsson standa nú í deilum um framkvæmdir Hreiðars á jörðinni Orustustöðum.
Þuríður Helga Bene­dikts­dóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Hreiðar Hermannsson standa nú í deilum um framkvæmdir Hreiðars á jörðinni Orustustöðum. vísir

Ill­vígar deilur land­eig­enda í Skaft­ár­hreppi hafa tafið fram­kvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og um­fangs­mikla ferða­þjónustu­starf­semi.

Upp­bygging hótelsins hefur verið sam­þykkt í deili­skipu­lagi Skaft­ár­hrepps en land­eig­andi á næstu jörð segjast hafa efa­semdir um um­hverfis­á­hrif fram­kvæmdanna. Sá er at­vinnu­mála­full­trúi hjá sveitar­fé­laginu.

Mál til skoðunar hjá lögreglu

Hreiðar Her­manns­son er land­eig­andi jarðarinnar Orrustu­staða austan Kirkju­bæjar­klausturs, um þrjú þúsund hektara jarðar sem lá í eyði áður en hann keypti hana árið 2013. Þar er hann byrjaður á sex milljarða króna fram­kvæmdum við hótel og ferða­þjónustu­svæði.

Hann segir að ná­grannar sínir, eig­endur jarðarinnar Hraun­bóls, hafi í­trekað reynt að tefja fram­kvæmdirnar, með þokka­legum árangri því þær eru langt á eftir á­ætlun. Þeir hafi meðal annars grafið veg í sundur sem verk­takar á vegum Hreiðars hafa notað til að komast að Orustu­stöðum, komið upp girðingum þvert yfir veginn og lagt bíl á hann miðjan til að hefta um­ferð að jörðinni.

Hreiðar furðar sig á því að starfsmaður sveitarfélagsins reyni að koma í veg fyrir framkvæmdir sem sveitarfélagið er hlynnt.vísir/EINAR ÁRNASON

Ná­granni Hreiðars, eig­andi Hraun­bóls, er at­vinnu­mála­full­trúi Skaft­ár­hrepps, Þuríður Helga Bene­dikts­dóttir. Hreiðari þykir það skjóta skökku við að at­vinnu­mála­full­trúi sveitar­fé­lagsins reyni að koma í veg fyrir upp­byggingu á hótelinu, sem yrði stærsti vinnu­staður sveitar­fé­lagsins.

Lög­maður Hreiðars segir í sam­tali við Vísi að alla­vega tvö mál séu til skoðunar hjá lög­reglunni á Suður­landi vegna skemmda á veginum, sem þeir telja víst að ná­grannarnir hafi unnið.

Ríkið hefur veitt leyfi fyrir veginum

Um­ræddur vegur liggur frá þjóð­veginum að Orustu­stöðum. Hann fer þó fyrst í gegn um land­skika sem er í sam­eigin­legri eigu jarðanna Hraun­bóls og Slétta­bóls. Slétta­ból er í eigu ríkisins.

Hreiðar segir að skemmdir og lokanir á veginum hafi land­eig­endur Hraun­bóls allar unnið í þessu sam­eigin­lega landi þeirra og Slétta­bóls. Lög­fræðingur Hreiðars segir við Vísi að menn megi ekki vinna skemmdir á vegum í al­fara­leið þó þeir liggi í landi þeirra. „Það er alveg ljóst að það má ekki enda hefur lög­regla haft af­skipti af þessu nokkrum sinnum,“ segir hann.

Jarðirnar standa rétt austan Kirkjubæjarklausturs.vísir

Sveitar­fé­lagið Skaft­ár­hreppur hefur sam­þykkt deili­skipu­lag þar sem gert er ráð fyrir hótel­upp­byggingunni. Þá hefur einnig verið sam­þykkt að leggja betri veg, sem þolir alla þunga­um­ferð, að Orustu­stöðum. Hann þarf líka að fara í gegn um sam­eigin­legt land Hraun­bóls og Slétta­bóls. Ríkið, sem á Slétta­ból, hefur þegar sam­þykkt að vegurinn verði lagður í gegn um landið en eig­endur Hraun­bóls ekki.

Eig­endur Hraun­bóls hafa kært ýmsar á­kvarðanir sveitar­stjórnarinnar um að sam­þykkja bæði deili­skipu­lagið og veita fram­kvæmda­leyfi fyrir ýmsu í ferlinu.

Vísir ræddi við at­vinnu­full­trúann og land­eig­andann Þuríði Helgu um málið í dag. Hún vildi ekki tjá sig mikið um það en vísaði á lög­fræðing sinn, sem ekki náðist í við gerð fréttarinnar. „Það verður mál í þessu dóm­tekið í næstu viku og ég held ég eigi ekki að vera að tjá mig um það núna,“ sagði hún.

Að­spurð hvort hún hafi unnið skemmdir á um­ræddum vegi kvaðst hún ekki vilja tjá sig um það en kom sjónar­miði sínu á fram­færi um að Hreiðar væri að ryðjast inn á hennar einka­veg.

Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason

Flutningafyrirtæki hafði samband við lögreglu

Flutninga­fyrir­tækið Auð­bert og Vig­fús hefur séð um að flytja efni og annað á Orustustaði fyrir Hermann.

Fyritækið til­kynnti það ný­lega til lög­reglu að slá hafði verið skrúfuð milli tveggja staura í um tveggja metra hæð þvert yfir veginn. Í sam­tali við Vísi segir Vig­fús, annar eig­andi fyrir­tækisins, að það sé stór­hættu­legt að koma fyrir slá í ó­lög­legri hæð þvert yfir veg – hún hefði getað valdið al­var­legu slysi.

„Við til­kynntum það til lög­reglu, já. Svo talaði ég við land­eig­endurna sem gerðu þetta og gerði þeim grein fyrir því hve al­var­legt þetta var. Þau út­listuðu þá fyrir mér sína hlið á málinu sem var þannig að þetta væri ekki vegur til þessara nota,“ segir Vig­fús.

Hér má sjá slána, sem er í sömu hæð og bílstjóri vörubíls.aðsend

Ætluðu að opna á næsta ári

Stöð 2 fjallaði um fram­kvæmdir Hreiðars á hótelinu síðasta sumar. Hann er eig­andi Stracta Hótels á Hellu og hyggst byggja annað hótel á jörðinni Orustu­stöðum. Þar vill hann þá bjóða upp á fjöl­breytta af­þreyingar­þjónustu á þrjú þúsund hektara land­svæðinu; vera með vatna­garða, bjóða upp á hesta­mennsku, göngu­ferðir og stang­veiði.

„Þetta er allt hugsað þannig að sem minnst vél­knúið yrði hér. Í vatna­görðunum yrðu bara kajakar og bátar sem gengu ekki fyrir vél og á landinu yrði bara um­ferð raf­magns­fjór­hjóla og raf­magns­bíla,“ segir Hreiðar við Vísi.

Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel - Vísir (visir.is)

Hann segir að upp­runa­lega hafi staðið til að opna hótelið árið 2022. Ljóst er að ekki verður úr því.

„Þeim á Hraun­bóli hefur tekist að tefja þetta alveg. Ég held að ég sé ekki búinn með nema svona tíu prósent af fram­kvæmdinni,“ segir hann. Þó séu búið að klára helstu grunn­at­riði áður en öll bygging hús­næðisins hefst.

„Þau hafa tafið þetta svaka­lega. Því ég er með er­lenda fjár­festa úti og svona og þetta fælir menn auð­vitað frá verk­efninu að vita af enda­lausum kærum fram og til baka. Og að það sé at­vinnu­mála­full­trúi sveitar­fé­lagsins sem reynir að koma í veg fyrir at­vinnu­upp­byggingu og tefja fram­kvæmdir sem sveitar­fé­lagið vill að verði finnst mér alveg ó­skiljan­legt.“


Tengdar fréttir

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Sagnir um bardaga sem skýra nafn Orustuhóls

Orustuhóll er áberandi kennileiti í Skaftárhreppi sem blasir við frá hringveginum skammt austan við bæjahverfið Foss á Síðu. Brunahraun, en svo nefnist hraun Skaftárelda á þessum slóðum, umlykur hólinn á alla kanta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×