Innlent

Sagnir um bardaga sem skýra nafn Orustuhóls

Kristján Már Unnarsson skrifar
Orustuhóll blasir við frá hringveginum um Skaftárhrepp, milli Kirkjubæjarklausturs og Lómagnúps. Á skilti við þjóðveginn er nafn hans ritað Orrustuhóll en í bók Dynskóga, Sögufélags Vestur-Skaftfellinga, um Brunasand, sem út kom árið 2015, er nafnið ritað Orustuhóll.
Orustuhóll blasir við frá hringveginum um Skaftárhrepp, milli Kirkjubæjarklausturs og Lómagnúps. Á skilti við þjóðveginn er nafn hans ritað Orrustuhóll en í bók Dynskóga, Sögufélags Vestur-Skaftfellinga, um Brunasand, sem út kom árið 2015, er nafnið ritað Orustuhóll. Einar Árnason

Orustuhóll er áberandi kennileiti í Skaftárhreppi sem blasir við frá hringveginum skammt austan við bæjahverfið Foss á Síðu. Brunahraun, en svo nefnist hraun Skaftárelda á þessum slóðum, umlykur hólinn á alla kanta.

Fyrir eldgosið í Lakagígum árið 1783 er talið að álar Hverfisfljóts hafi flæmst beggja vegna Orustuhóls. Þá er sagt að hellir hafi verið í hólnum sem hraunið fyllti.

Hraun Skaftárelda umlykur Orustuhól í dag.Einar Árnason

Skammt vestan við hólinn liggur vegurinn niður á vesturhluta Brunasands, sveitina sem myndaðist neðan hraunjaðarins þegar gróður hafði numið land á sandinum nokkrum áratugum eftir eldgosið.

Nafn Orustuhóls í Skaftárhreppi hefur löngum verið mönnum ráðgáta um hvort þar hafi verið háð orusta. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 veltir Júlíana Þóra Magnúsdóttir, þjóðfræðingur frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, upp kenningum um uppruna nafnsins. Myndskeiðið má sjá hér:


Tengdar fréttir

Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi

Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi.

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.