Enski boltinn

Liverpool búið að ganga frá fyrstu sumarkaupunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir fjögur ár hjá RB Leipzig er Ibrahima Konaté búinn að semja við Liverpool.
Eftir fjögur ár hjá RB Leipzig er Ibrahima Konaté búinn að semja við Liverpool. getty/Mario Hommes

Liverpool hefur fest kaup á franska miðverðinum Ibrahima Konaté frá RB Leipzig.

Konaté, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Sochaux en gekk í raðir Leipzig 2017. Hann lék með þýska liðinu í fjögur ár.

Franski miðvörðurinn hefur verið Liverpool undanfarna mánuði og félagið hefur nú klófest kappann.

„Ég er mjög spennt að fara til jafn stórs félags og Liverpool. Þetta er mjög spennandi fyrir mig og mína fjölskyldu og ég hlakka mikið til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og hefja þennan nýja kafla,“ sagði Konaté um félagaskiptin.

Konaté er í franska U-21 árs landsliðinu sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í næsta mánuði.

Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Liðið lenti í miklum hremmingum vegna meiðsla varnarmanna en þeir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joël Matip meiddust allir alvarlega og spiluðu lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×