Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2021 13:28 Drífa Jónasdóttir vinnur nú að úrbótum á verklagi um þjónustu heilbrigðisstofnana fyrir þolendur heimilisofbeldis. Vísir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að ráðast í þetta verkefni er byggð á niðurstöðum skýrslu sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið og felur í sér mat á því hvernig heilbrigðisþjónustan mætir ólíkum þörfum kynjanna. Sú skýrsla var unnin af Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, nýdoktor í kynjafræði. Í henni kemur meðal annars fram að ofbeldi í nánum samböndum, eða heimilisofbeldi, hafi meiriháttar afleiðingar fyrir lýðheilsu og þátttöku kvenna í samfélaginu. Heimilisofbeldi geti meðal annars leitt til áverka, krónískra sjúkdóma, örorku eða dauða. Þriðjung morða á konum í heiminum megi rekja til ofbeldis í nánum samböndum. Rannsóknin bendir einnig til þess að tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Barnshafandi konur sem verði fyrir ofbeldi í nánum samböndum séu 16 prósent líklegri en aðrar til að missa fóstur og 41 prósent líklegri til þess að eignast barn fyrir tímann. Í skýrslunni leggur Finnborg til leiðir til úrbóta, til dæmis með því að leggja mat á árangur verkferla og úrræða við móttöku þolenda heimilisofbeldis, skoða hvernig miðlun upplýsinga er háttað milli þjónustukerfa og mismunandi úrræða. Auk þess þurfi að byggja á þekkingu um valdaójafnvægi kynjanna og öðrum þáttum sem hafa áhrif á félagslega stöðu fólks og aðstæður. Heilbrigðismál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir 24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. 14. apríl 2021 18:01 Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108. 9. mars 2021 23:00 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að ráðast í þetta verkefni er byggð á niðurstöðum skýrslu sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið og felur í sér mat á því hvernig heilbrigðisþjónustan mætir ólíkum þörfum kynjanna. Sú skýrsla var unnin af Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, nýdoktor í kynjafræði. Í henni kemur meðal annars fram að ofbeldi í nánum samböndum, eða heimilisofbeldi, hafi meiriháttar afleiðingar fyrir lýðheilsu og þátttöku kvenna í samfélaginu. Heimilisofbeldi geti meðal annars leitt til áverka, krónískra sjúkdóma, örorku eða dauða. Þriðjung morða á konum í heiminum megi rekja til ofbeldis í nánum samböndum. Rannsóknin bendir einnig til þess að tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Barnshafandi konur sem verði fyrir ofbeldi í nánum samböndum séu 16 prósent líklegri en aðrar til að missa fóstur og 41 prósent líklegri til þess að eignast barn fyrir tímann. Í skýrslunni leggur Finnborg til leiðir til úrbóta, til dæmis með því að leggja mat á árangur verkferla og úrræða við móttöku þolenda heimilisofbeldis, skoða hvernig miðlun upplýsinga er háttað milli þjónustukerfa og mismunandi úrræða. Auk þess þurfi að byggja á þekkingu um valdaójafnvægi kynjanna og öðrum þáttum sem hafa áhrif á félagslega stöðu fólks og aðstæður.
Heilbrigðismál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir 24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. 14. apríl 2021 18:01 Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108. 9. mars 2021 23:00 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. 14. apríl 2021 18:01
Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108. 9. mars 2021 23:00
Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24