„Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 22:41 Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira