Unga fólkið „efniviður í hópsýkingu“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 19:20 Víðir segir sjálfsagt að fólk gangi um gleðinnar dyr um helgina, svo lengi sem það geri það hægt. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir sjálfsagt mál að fólk geri sér glaðan dag um helgina en brýnir fyrir því að fara varlega. Þjóðin sé á lokasprettinum í kórónuveirufaraldrinum, en sá hópur sem væri líklegastur til að sækja mannfögnuði um helgina væri að stórum hluta til enn óbólusettur. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ljóst að skemmtileg helgi sé fram undan, enda menntaskólaútskriftir á dagskrá, en sá hópur sé einmitt „efniviðurinn“ í hópsýkingu eins og staðan er núna „Sá hópur sem við eigum enn efnivið í hópsmit er þessi aldur um 18 upp í 35 ára. Mjög lítill hluti þeirra eru bólusett. Þarna er fóðrið fyrir hópsýkingu.“ Að mati Víðis er þróun síðustu daga til marks um það að hættan sé enn til staðar. Með frekari afléttingum sé léttara yfir fólki en þá skipti einmitt máli að gleyma því ekki að baráttan sé ekki alveg búin. Fólk ætti að líta á þetta sem uppbótartíma. „Ég veit ekki hvort við séum komin í vítaspyrnukeppnina eins og við sáum í gær hjá United og Villareal en við erum allavega í uppbótatíma og þurfum að halda þetta út, eiga þrek í restina. Nú er ótrúlega skemmtileg helgi fram undan hjá mjög mörgum og mikið til að gleðjast yfir, en við þurfum að passa okkur.“ Víðir segir þann hóp sem líklegastur er til að sækja mannfögnuði og vera á flakki vera aldurshópinn sem enn á eftir að fá bólusetningu.Vísir/Vilhelm Smitið rakið til 11. apríl Þau smit sem hafa verið að greinast undanfarna daga tengjast smiti sem slapp í gegn á landamærunum þann 11. apríl síðastliðinn. Víðir segir það gilda um flest smit að hægt sé að rekja þau til einhvers sem kom smitaður hingað til lands. „Það er orðið ansi langt síðan við höfum fengið svona nýtt afbrigði sem hefur sloppið inn í landið. Það gildir að halda áfram að hafa þétt tök á landamærunum.“ Hann segir þó gleðilegt hversu stór hluti þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands eru bólusettir, en hlutfallið er yfir sjötíu prósent eins og er. Það sé mikið sóknarfæri fólgið í því að einblína áfram á þann hóp, fá þá hingað til lands en halda áfram virku eftirliti á landamærunum. „Þeir sem þurfa þá að koma hingað af öðrum ástæðum og eru ekki bólusettir, við höldum áfram enn um sinn tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Það hefur virkað og það mun virka áfram, en við getum smám saman kannski slakað á gagnvart þessum ferðamönnum sem eru bólusettir. Þórólfur hefur talað um það að vera með þetta kerfi að minnsta kosti fram í miðjan júní, það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur, við sjáum til þá,“ segir Víðir. Víðir segir stöðuna góða þrátt fyrir örlítið bakslag. Eftirlit á landamærunum þurfi áfram að vera virkt, en flestir sem komi hingað til lands séu þó bólusettir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnir og skráningar Breyttar samkomutakmarkanir tóku gildi fyrr í vikunni og mega nú 150 koma saman. Þá er almenn grímuskylda ekki lengur fyrir hendi og lífið orðið líkara því sem var fyrir faraldurinn. Ekki eru þó allir sáttir við þessar afléttingar og segir Víðir það skiljanlegt. „Ef við skoðum söguna, nú eigum við einhverja fimmtán mánaða sögu af þessum faraldri, og í öllum tilslökunum hingað til höfum við fengið bakslag. Nú erum við bara í annarri stöðu útaf bólusetningunum.“ Hann segir skipta sköpum að fólk hugi að persónubundnum sóttvörnum næstu daga og að veitingastaðir haldi áfram skilvirkri skráningu gesta líkt og kveðið er á um í reglugerð. Þá er fólk hvatt til þess að hafa rakningarappið virkt í símanum til þess að auðvelda rakningu ef smit kemur upp. „Þetta er mikil áskorun, að við höldum þetta út. Það eru allir komnir með leið á því að þetta sé ekki alveg búið þegar maður upplifir kannski fyrir marga að þetta sé komið. Við erum ekki alveg þar.“ Hann segist þó fullviss um að Íslendingar standi sína pligt, enda sé þetta ekki ný áskorun. „Við vitum alveg hvað við þurfum að gera. Við kunnum þetta alveg; Íslendingar hafa staðið sig frábærlega, samfélagið hefur staðið þétt á bak við þetta þó við séum núna með einhverjar vangaveltur og menn eru farnir að slaka. Þá held ég samt sem áður að innst inni vitum við þetta alveg, við þurfum bara að sækja þarna þessa auka orku til þess að klára þetta. Við getum samt glaðst og við getum hist og átt glaðan dag um helgina – við bara sleppum ekki alveg fram af okkur beislinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Víði í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ljóst að skemmtileg helgi sé fram undan, enda menntaskólaútskriftir á dagskrá, en sá hópur sé einmitt „efniviðurinn“ í hópsýkingu eins og staðan er núna „Sá hópur sem við eigum enn efnivið í hópsmit er þessi aldur um 18 upp í 35 ára. Mjög lítill hluti þeirra eru bólusett. Þarna er fóðrið fyrir hópsýkingu.“ Að mati Víðis er þróun síðustu daga til marks um það að hættan sé enn til staðar. Með frekari afléttingum sé léttara yfir fólki en þá skipti einmitt máli að gleyma því ekki að baráttan sé ekki alveg búin. Fólk ætti að líta á þetta sem uppbótartíma. „Ég veit ekki hvort við séum komin í vítaspyrnukeppnina eins og við sáum í gær hjá United og Villareal en við erum allavega í uppbótatíma og þurfum að halda þetta út, eiga þrek í restina. Nú er ótrúlega skemmtileg helgi fram undan hjá mjög mörgum og mikið til að gleðjast yfir, en við þurfum að passa okkur.“ Víðir segir þann hóp sem líklegastur er til að sækja mannfögnuði og vera á flakki vera aldurshópinn sem enn á eftir að fá bólusetningu.Vísir/Vilhelm Smitið rakið til 11. apríl Þau smit sem hafa verið að greinast undanfarna daga tengjast smiti sem slapp í gegn á landamærunum þann 11. apríl síðastliðinn. Víðir segir það gilda um flest smit að hægt sé að rekja þau til einhvers sem kom smitaður hingað til lands. „Það er orðið ansi langt síðan við höfum fengið svona nýtt afbrigði sem hefur sloppið inn í landið. Það gildir að halda áfram að hafa þétt tök á landamærunum.“ Hann segir þó gleðilegt hversu stór hluti þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands eru bólusettir, en hlutfallið er yfir sjötíu prósent eins og er. Það sé mikið sóknarfæri fólgið í því að einblína áfram á þann hóp, fá þá hingað til lands en halda áfram virku eftirliti á landamærunum. „Þeir sem þurfa þá að koma hingað af öðrum ástæðum og eru ekki bólusettir, við höldum áfram enn um sinn tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Það hefur virkað og það mun virka áfram, en við getum smám saman kannski slakað á gagnvart þessum ferðamönnum sem eru bólusettir. Þórólfur hefur talað um það að vera með þetta kerfi að minnsta kosti fram í miðjan júní, það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur, við sjáum til þá,“ segir Víðir. Víðir segir stöðuna góða þrátt fyrir örlítið bakslag. Eftirlit á landamærunum þurfi áfram að vera virkt, en flestir sem komi hingað til lands séu þó bólusettir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnir og skráningar Breyttar samkomutakmarkanir tóku gildi fyrr í vikunni og mega nú 150 koma saman. Þá er almenn grímuskylda ekki lengur fyrir hendi og lífið orðið líkara því sem var fyrir faraldurinn. Ekki eru þó allir sáttir við þessar afléttingar og segir Víðir það skiljanlegt. „Ef við skoðum söguna, nú eigum við einhverja fimmtán mánaða sögu af þessum faraldri, og í öllum tilslökunum hingað til höfum við fengið bakslag. Nú erum við bara í annarri stöðu útaf bólusetningunum.“ Hann segir skipta sköpum að fólk hugi að persónubundnum sóttvörnum næstu daga og að veitingastaðir haldi áfram skilvirkri skráningu gesta líkt og kveðið er á um í reglugerð. Þá er fólk hvatt til þess að hafa rakningarappið virkt í símanum til þess að auðvelda rakningu ef smit kemur upp. „Þetta er mikil áskorun, að við höldum þetta út. Það eru allir komnir með leið á því að þetta sé ekki alveg búið þegar maður upplifir kannski fyrir marga að þetta sé komið. Við erum ekki alveg þar.“ Hann segist þó fullviss um að Íslendingar standi sína pligt, enda sé þetta ekki ný áskorun. „Við vitum alveg hvað við þurfum að gera. Við kunnum þetta alveg; Íslendingar hafa staðið sig frábærlega, samfélagið hefur staðið þétt á bak við þetta þó við séum núna með einhverjar vangaveltur og menn eru farnir að slaka. Þá held ég samt sem áður að innst inni vitum við þetta alveg, við þurfum bara að sækja þarna þessa auka orku til þess að klára þetta. Við getum samt glaðst og við getum hist og átt glaðan dag um helgina – við bara sleppum ekki alveg fram af okkur beislinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24
Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55