H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira