Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 10:59 Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. EPA/TOMS KALNINS Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira