Flestir hafa kosið að vera grímulausir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2021 12:12 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir afnám grímuskyldunnar létti fyrir starfsfólk. Vísir/Egill Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01
Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44