Fótbolti

Hjörtur lék allan leikinn er Brönd­by tryggði sér danska meistara­titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikil fagnaðarlæti brutust út er ljóst var að Bröndby væri orðið meistari.
Mikil fagnaðarlæti brutust út er ljóst var að Bröndby væri orðið meistari. Martin Sylvest/Ritzau Scanpix

Bröndby varð í dag danskur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti síðan 2005. Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson lék nær allan leikinn í vörn Bröndby.

Fyrir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar var ljóst að sigur myndi þýða að Bröndby væri meistari. Liðið tók á móti Nordsjælland og var leikurinn jafn framan af fyrri hálfleik. Undir lok hans kom Lasse Vigen heimamönnum yfir og staðan því 1-0 í hálfleik.

Það var mikið um dýrðir í stúkunni.Liselotte Sabroe/Ritzau Scanpix

Anis Slimane kom heimamönnum í 2-0 á 52. mínútu leiksins og allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni en fjöldi áhorfenda var mættur í þeirri von um að sjá Bröndby verða danska meistara í fyrsta sinn í 16 ár.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Bröndby og titillinn kominn í hús. Fagnaðarlætin voru svo eftir því.

Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland sem vann 4-0 sigur á AGF. Mikal lék allan leikinn á miðju Midtjylland sem hefði orðið meistari hefði Bröndby ekki unnið sinn leik. Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 18 mínúturnar í liði AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×