Lífið

Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
daði og jói
Gísli Berg

Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær.

Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti sem er næst besti árangur Íslands í keppninni frá upphafi. Eurovision aðdáendur sitja sjaldnast á skoðunum sínum þegar kemur að frammistöðu keppenda og fengu Daði og Gagnamagnið mikið lof fyrir atriði sitt.

Aðdáendur úti í heimi myndu ýmist deyja fyrir hópinn, segja atriðið hinn sanna sigurvegara og finnst sumum Gagnamagnið hafa átt betra skilið en fjórða sætið.


Tengdar fréttir

Svona gáfu þjóðirnar okkur stig

Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years.

Næst­besti árangur Ís­lands frá upp­hafi

Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.

Ís­land gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“

Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×