Lífið

Svona gáfu þjóðirnar okkur stig

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Við fengum tólf stig frá Finnlandi, Ástralíu og Danmörku.
Við fengum tólf stig frá Finnlandi, Ástralíu og Danmörku. Vísir/Getty

Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years.

Tíu stig fengum við frá frændum okkur Norðmönnum og Svíum, auk þess sem Írland, Bretland og Austurríki gáfu okkur tíu stig. Átta stig fengum við frá Hollandi og Póllandi en sjö stig frá Tékklandi.

Sex stig gáfu okkur Ítalir, Þjóðverjar og Úkraínumenn. Sviss, Belgía, Spánn, Lettland, Malta og Serbía gáfu okkur fimm stig. Króatía og Frakkland gáfu okkur fjögur stig og Portúgal, Litháen, Slóvenía og Eistland gáfu okkur þrjú stig.

Fæst stig fengum við frá Rússlandi, Georgíu og Ísrael en þau gáfu okkur öll eitt stig.

Við Íslendingar vorum greinilega hrifin af finnska atriðinu sem fékk okkar tólf stig úr símakosningunni. Svíþjóð fékk tíu stig frá íslenskum áhorfendum og Úkraína átta. Á eftir komu Frakkland, með sjö stig, Sviss, með sex stig, Ítalía, með fimm stig, Litháen, með fjögur stig, Malta, með þrjú stig, Portúgal fékk tvö, og Noregur fékk eitt stig.


Tengdar fréttir

Næst­besti árangur Ís­lands frá upp­hafi

Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.