„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2021 18:13 Heimir fordæmir meintar tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á starf Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Heimir laut í lægra haldi í kjörinu og var Sigríður Dögg kjörin formaður félagsins. Kjarninn og Stundin hafa greint frá því í umfjöllun sinni um „Skæruliðadeild Samherja,“ að hópurinn hafi gert tilraunir til þess að koma í veg fyrir að Sigríður, sem er fréttamaður á RÚV, yrði kjörin í embættið. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Heimis Más í heild sinni: Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Heimir Már er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Heimir laut í lægra haldi í kjörinu og var Sigríður Dögg kjörin formaður félagsins. Kjarninn og Stundin hafa greint frá því í umfjöllun sinni um „Skæruliðadeild Samherja,“ að hópurinn hafi gert tilraunir til þess að koma í veg fyrir að Sigríður, sem er fréttamaður á RÚV, yrði kjörin í embættið. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Heimis Más í heild sinni: Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Heimir Már er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira