Innlent

Svona rann hraun niður í Nátthaga

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hraunið rann á töluverðum hraða niður í Nátthaga.
Hraunið rann á töluverðum hraða niður í Nátthaga. VÍSIR

Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg.

„Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ sagði Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við fréttastofu.

Elvar Þór Ólafsson er mikill áhugamaður um eldgos. Hann náði myndböndum af hrauninu flæða niður í Nátthaga. Líkt og sést á myndbandinu hér að neðan rann hraunið á töluverðum hraða niður í Nátthaga og fylgdi því mikill hiti.

Í næsta myndbandi sést rauðglóandi hraunið vel.

Elvar Þór fann fyrir miklum hita þegar hraunið brenndi mosa á ferð sinni.

Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg og að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg.


Tengdar fréttir

Hraun flæðir niður í Nátthaga

„Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Hraunið komið yfir ný­lagðan ljós­leiðara

Ljós­leiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnar­garðinn á gos­stöðvunum síðasta þriðju­dag til að mæla á­hrif hraun­rennslis á ljós­leiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur á­fram mun hraun á endanum renna niður að Suður­stranda­vegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljós­leiðara Mílu sem hring­tengir Reykja­nesið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×