Erlent

Fyrstu smit ársins hafa greinst í Fær­eyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum. 
Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum.  Vísir/Vilhelm

Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum og eru nú í einangrun. Þetta eru fyrstu staðfestu smitin þar í landi frá því að nýtt ár gekk í garð.

Ekki hefur tekist að rekja smit tveggja þeirra sem hafa greinst og óvíst er hvernig þeir smituðust. Þetta kemur fram á vef færeyska ríkisútvarpsins.

Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, segir að taka þurfi stöðuna með fúlustu alvöru. Hann segir þó enn of snemmt að íhuga hertar sóttvarnaaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×