Innlent

Kröfu um van­hæfni með­dóms­manns í morð­máli hafnað

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hæstiréttur telur sérfróða meðdómsmanninn hæfan til að dæma í málinu.
Hæstiréttur telur sérfróða meðdómsmanninn hæfan til að dæma í málinu. vísir/vilhelm

Hæsti­réttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eigin­konu sinni í Sand­gerði í fyrra, um að sér­fróður með­dóms­maður viki sæti í málinu fyrir Lands­rétti. Verjandinn taldi tengsl með­dóms­mannsins við þá sem hafa komið að dómi og rann­sókn málsins, þar á meðal réttar­meina­fræðingsins sem krufði konuna.

Maðurinn var dæmdur í Héraðs­dómi Reykja­ness í janúar fyrir að hafa banað eigin­konu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim af­leiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upp­runa­lega taldi lög­regla ekki að um sak­næman dauð­daga væri að ræða en með krufningu réttar­meina­fræðingsins kom annað í ljós.

Verjandi mannsins hefur dregið niður­stöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins lík­legt að dánar­or­sök konunnar hafi verið eitrunar­á­hrif vegna sam­verkandi á­hrifa á­fengis og svæfandi lyfja.

Málinu var á­frýjað til Lands­réttar þar sem dómarar og sér­fróður með­dóms­maður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan með­dóms­mann þó of tengdan bæði fyrri með­dóms­manni í héraði, sem var sam­mála niður­stöðu krufningarinnar, og réttar­meina­fræðingnum sem fram­kvæmdi hana.

Allir starfa þeir saman á Land­spítala-há­skóla­sjúkra­húsi og þá skrifuðu með­dóms­maðurinn í héraði og með­dóms­maðurinn í Landsrétti fræði­grein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan.

Þetta þótti Hæsta­rétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja með­dóms­manninn van­hæfan til að fjalla hlut­laust um málið í Lands­rétti. Í úr­skurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „al­mennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfs­manna á stórum vinnu­stað“.

Sér­fróði með­dóms­maðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Lands­rétti á næstunni.


Tengdar fréttir

Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi

Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl.

Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést

Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar.

Ber við minnisleysi

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×