Innlent

Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Sandgerði.
Frá Sandgerði.

Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum.

Konan lést þann 28. mars en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum síðar. Í fyrstu var talið að ekkert óeðlilegt væri við andlát konunnar en við krufningu vaknaði sterkur grunur um að maðurinn hefði orðið henni að bana.

Málið var þingfest í sumar en tímasetning aðalmeðferðar liggur ekki fyrir. Jón Höskuldsson, settur dómari í málinu, var á dögunum skipaður dómari við Landsrétt svo annar dómari þarf að taka við málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×