„Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 13:07 Arnar Þór Viðarsson er svo til nýbyrjaður sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Getty „Ég þakkaði pent fyrir áhugann en þetta fór ekki lengra en það,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um áhuga danska úrvalsdeildarfélagsins OB á að ráða hann til starfa. Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira