Innlent

Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli

Sylvía Hall skrifar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Getty/Chris Ratcliffe

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag.

Blinken lenti á áttunda tímanum í kvöld. 

Frá Keflavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/Einar

Á fimmtudag mun Blinken funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Lavrov mun leiða sendinefnd Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins þar sem Rússar munu taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum til næstu tveggja ára.

Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu í maí 2019 af Finnum. Ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð.

35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í Höfða eins og frægt er orðið.

Ljóst er að augu heimspressunnar munu aftur beinast að Íslandi síðar í vikunni en þetta er fyrsti fundur Lavrov og Blinken. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í deilum um fjölmörg málefni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.