Innlent

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Advania dró regnbogafánann að húni við Höfða þegar Mike Pence heimsótti húsið.
Advania dró regnbogafánann að húni við Höfða þegar Mike Pence heimsótti húsið. visir/Vilhelm

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Fáninn fyrir utan bygginguna sögu­frægu hefur ef­laust minnt marga á heim­sókn Mike Pence, fyrrum vara­for­seta og utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, til Ís­lands árið 2019 því þá tóku fyrir­tæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hin­segin fánanum til að mót­mæla stefnu Pence í mál­efnum hin­segin fólks.

Nú­verandi utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, Antony Blin­ken, lendir nefni­lega á Ís­landi í kvöld til að vera við­staddur ráð­herra­fund Norður­skauts­ráðsins í vikunni.

Bjarni Brynjólfs­son, upp­lýsinga­full­trúi Reykja­víkur­borgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heim­sóknar utan­ríkis­ráð­herrans í dag. „Nei, það er bara til­viljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráð­húsið, skrif­stofurnar í Borgar­túni og svo í Höfða.“

Sergei Lavrov, utan­ríkis­ráð­herra Rúss­lands, er einnig væntan­legur til landsins í vikunni til að sækja fund Norður­skauts­ráðsins. Hann og Blin­ken munu þá nýta tæki­færið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upp­lýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn.

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra hefur þó sagt að Höfði standi þeim fé­lögum til boða sem fundar­staður en þar fór sögu­legur fundur fyrrum for­seta Banda­ríkjanna og Rúss­lands, Ronald Reagan og Mik­haí­l Gor­bat­sjev, fram árið 1986.


Tengdar fréttir

Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×